STEFNA VARÐANDI PERSÓNUVERND OG KÖKUR

FRANKE Holding AG og dótturfyrirtæki þess (hér á eftir vísað til sem „FRANKE“, „fyrirtækið“, „við“ eða „okkur“) er umhugað um persónuvernd þína. FRANKE þakkar þér fyrir sýndan áhuga á vörunum okkar og fyrir að heimsækja þetta vefsvæði. Persónuvernd þín er okkur mikilvæg og við viljum að þú getir heimsótt vefsvæði okkar áhyggjulaust. Persónuupplýsingum sem er safnað við heimsóknir á vefsvæði okkar eru meðhöndlaðar samkvæmt lagaákvæðum. Við viljum upplýsa þig um öryggisráðstafanir okkar með þessari persónuverndarstefnu („persónuverndarstefna“).

1. ÁBYRGÐARAÐILI

Ábyrgðaraðili samkvæmt merkingu almennu persónuverndarreglugerðarinnar (“GDPR”) eða öðrum gildandi lögum er viðkomandi Franke fyrirtæki sem birt er í útgáfuupplýsingum vefsvæðisins.

2. PERSÓNUUPPLÝSINGAR

Persónuupplýsingar eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling; einstaklingur telst persónugreinanlegur ef unnt er að persónugreina hann, beint eða óbeint, svo sem með tengslum við auðkenni eins og nafn, kennitölu, staðsetningargögn, netauðkenni eða einn eða fleiri þætti sem einkenna einstaklinginn sem um ræðir í líkamlegu, lífeðlisfræðilegu, erfðafræðilegu, sálfræðilegu, efnahagslegu, menningarlegu eða félagslegu tilliti. Slíkt nær til upplýsinga eins og fornafns- og eftirnafns, heimilisfangs og netfangs, símanúmera eða afmælisdags. Persónuupplýsingar geta verið á hvaða sniði sem er (t.d. pappír, rafrænu formi, myndbönd, hljóð). FRANKE skuldbindur sig til að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja að við vinnum úr öllum persónuupplýsingum á sanngjarnan og löglegan hátt. Allir starfsmenn okkar, vinnsluaðilar gagna og þjónustuveitur þriðja aðila sem fá aðgang að persónuupplýsingum hjá okkur eru skuldbundnir til að virða trúnað varðandi persónuupplýsingar og fylgja þessari persónuverndarstefnu. Við söfnum aðeins persónuupplýsingum þegar þú sendir þær til okkar með skráningu, útfyllingu á eyðublöðum eða tölvupóstum, sem hluta af pöntun fyrir vörur eða þjónustu, sem fyrirspurnir eða beiðnir varðandi pantaðar vörur og svipaðar kringumstæður þar sem þú hefur valið að láta okkur upplýsingarnar í té.

Gagnagrunnurinn og innihald hans verður í vörslu FRANKE eða vinnsluaðila gagna sem starfa fyrir okkar hönd og eru ábyrgir gagnvart okkur.

Við höfum stjórn á og berum ábyrgð á notkun allra persónuupplýsinga sem þú lætur okkur í té. Tiltekinn hluti gagnanna verður hugsanlega geymdur eða meðhöndlaður í tölvum í öðrum lögsagnarumdæmum, eins og í Bandaríkjunum, þar sem lög um gagnavernd eru hugsanlega önnur en í því lögsagnarumdæmi sem þú dvelur. Í slíkum tilvikum sjáum við til þess að komið sé upp viðeigandi vörnum til að skuldbinda vinnsluaðila gagna í viðkomandi landi til að viðhalda samskonar gagnavernd og gildir í dvalarlandi þínu.

3. SÖFNUN OG ÚRVINNSLA Á PERSÓNUUPPLÝSINGUM – LAGAGRUNDVÖLLUR

Þú getur notað vefsvæði okkar án þess að láta af hendi persónuupplýsingar. Þér ber ekki skylda til að láta af hendi persónuupplýsingar til að nota vefsvæði okkar, nema þegar slíkt er nauðsynlegt til að útvega þér vöru eða þjónustu eða hafa samskipti við vefsvæði okkar að þinni beiðni. Hér á eftir fylgir lýsing á hvernig við söfnum, vinnum úr og notum persónuupplýsingar frá þér á vefsvæði okkar:

a)    Upplýsingar þegar vefsvæði okkar er heimsótt

Þegar þú notar vefsvæði okkar er hugsanlega unnið úr upplýsingum til að þú getir haft samskipti við vefsvæði okkar eða af öryggisástæðum, eins og að koma í veg fyrir óviðeigandi aðgang, við úrræðaleit eða prófun. Upplýsingarnar sem við söfnum kunna að innihalda heitið á netþjónustu þinni, vefsvæðið sem þú notaðir til að tengjast við vefsvæðið okkar, dagsetningu og tíma heimsóknar þinnar, vefsvæðin sem þú heimsækir frá vefsvæði okkar og IP-töluna þína. Slík úrvinnsla er nauðsynleg til að veita þjónustu okkar eða byggist á lögmætum hagsmunum okkar á meðhöndlun samskipta. Við gerum ráð fyrir að slíkt sé einnig þér í hag, þar sem ekki er hægt að birta vefsvæðið án slíkra samskipta. Þú hefur rétt á því að mótmæla úrvinnslu upplýsinga þinna í þessu skyni hvenær sem er án þess að gefa upp ástæðu fyrir því. Við viljum hins vegar benda á að úrvinnsla persónuupplýsinga þinna fer hugsanlega fram jafnvel eftir að mótmæli hafa komið fram á vefsvæðinu þar sem ekki er hægt að stöðva úrvinnslu sem er nauðsynleg af tæknilegum ástæðum fyrir einstaka notendur vefsvæðisins eða almennt séð. Þar af leiðandi eru sannfærandi rök fyrir slíkri úrvinnslu sem hafa meira vægi en hagsmunir þínir, grundvallarréttindi og frelsi. Ef þú vilt koma í veg fyrir úrvinnsluna sem lýst er hér að ofan skaltu einfaldlega forðast að heimsækja vefsvæði okkar. Slíkum upplýsingum er eytt eftir hverja lotu, að því undanskildu að öryggistilvik kalli á lengri geymslu til rannsóknar á skráningartilgangi.

b)    Upplýsingar til að stofna viðskiptavinareikning

Ef þú stofnar viðskiptavinareikning á vefsvæði okkar verða persónuupplýsingarnar sem þú lætur af hendi (t.d. nafn, heimilisfang, netfang, símanúmer, starfsheiti og aðgangsgögn) vistaðar og unnið verður úr þeim í viðskiptavinagrunni FRANKE. Unnið er úr slíkum upplýsingum til að uppfylla ákvæði samnings eða forvera samnings. Þú getur gert viðskiptavinareikninginn þinn óvirkan hvenær sem er og/eða mótmælt frekari geymslu og notkun á persónuupplýsingum þínum í þessu skyni án þess að gefa upp ástæðu með því að hafa samband á heimilisfangið hér á eftir. Þegar mótmæli eru sett fram munum við umsvifalaust eyða persónuupplýsingunum þínum. Þegar viðskiptavinareikningurinn er gerður óvirkur munum við einnig eyða viðskiptavinareikningnum þínum.

c)    Hafðu samband með því að fylla út eyðublaðið eða senda tölvupóst

Ef þú hefur samband við okkur (t.d. með útfyllingu á eyðublaði eða tölvupósti) verða persónuupplýsingarnar sem þú lætur af hendi á eyðublaðinu vistaðar og unnið verður úr þeim hjá FRANKE. Sjá viðeigandi eyðublað varðandi upplýsingar sem er safnað saman þegar útfylltu eyðublaði er skilað inn. Þessar upplýsingar eru vistaðar og eingöngu notaðar til að svara spurningum við beiðnum frá þér og/eða til að eiga í samskiptum og tæknilegri umsýslu sem því fylgir. Úrvinnsla á þessum upplýsingum fer fram til að uppfylla ákvæði samnings eða fyrirliggjandi samnings eða við höfum lögmæta hagsmuni af slíkri úrvinnslu, án þess að ósamrýmanlegir hagsmunir vegi meira en þínir hagsmunir hvað þetta varðar, þar sem úrvinnsla á slíkum beiðnum er okkur báðum í hag.

Þegar úrvinnslu upplýsinganna er lokið geymum við samskiptin að lögboðnum varðveislutíma eða fyrningarfresti liðnum eða ef frekari geymslu er krafist til staðfestingar, sóknar eða varnar á réttarkröfum.

d)    Upplýsingar um nýskráningu fyrir fréttabréfi

Ef þú skráir þig fyrir fréttabréfinu okkar verða persónuupplýsingar þínar (t.d. nafn, heimilisfang og netfang) geymdar og unnið úr þeim af FRANKE í markaðs-, auglýsinga- eða kynningarskyni. Úrvinnsla slíkra upplýsinga fer fram að fengnu samþykki þínu eða á sér stað til efndar á samningnum. Í slíkum tilvikum sendum við þér kynningarefni um þjónustu og vörur sem tengjast vörum, þjónustum, tilboðum eða viðburðum hjá FRANKE. Þú getur afþakkað slík fréttabréf hvenær sem er án þess að þurfa að gefa ástæðu fyrir því seinna meir með því að hafa samband við netfang tengiliðar hér á eftir eða segja upp áskriftinni með uppsagnarvalkostinum í fréttabréfinu. Þegar þú hefur sagt upp áskriftinni verður netfangið þitt umsvifalaust tekið af dreifingarlista fréttabréfsins okkar, fyrir utan afrit sem er geymt í afþökkunargagnagrunni okkar, en við höfum lögmæta hagsmuni af því að geyma slíkt afrit til að tryggja að þú fáir ekki send fréttabréf aftur.

e)    Upplýsingagjöf

Við deilum persónuupplýsingum þínum hugsanlega með þriðju aðilum til að framfylgja eða beita þessari persónuverndarstefnu og öðrum samningum til að verja réttindi, eignir eða öryggi FRANKE, viðskiptavina okkar eða annarra aðila. Slíkt felur í sér að skiptast á upplýsingum við önnur fyrirtæki og stofnanir í því skyni að verjast svikum og draga úr greiðslufallsáhættu, eða skiptast á upplýsingum við greiðslugátt á vegum bankastofnunar eða vefverslun okkar til að vinna úr greiðslum á pöntuðum vörum. Við afhendum hugsanlega stjórnvöldum, eftirlitsyfirvöldum og dómsmálayfirvöldum persónuupplýsingar eins og krafist er samkvæmt lögum eða reglugerðum. Slík uppljóstrun er hugsanlega nauðsynlegt samkvæmt lögum, eða er nauðsynleg vegna almannahagsmuna eða hugsanlega á grundvelli lögbundinna hagsmuna okkar eða þriðju aðila. Í seinna tilvikinu hefur þú rétt á að mótmæla slíkri notkun, en hugsanlega vinnum við samt úr upplýsingunum ef við getum fært sannfærandi og lögbundin rök fyrir slíkri úrvinnslu sem hafa meira vægi en hagsmunir þínir, grundvallarréttindi og frelsi, eða í tilvikum þar sem þess er krafist til staðfestingar, sóknar eða varnar á réttarkröfum.

4. NOTKUN Á KÖKUM

4.1 ALLMENT

4.2. NOTENDAKANNANIR

Þátttaka í notendakönnunum sem fara fram af og til á vefsvæðinu okkar er valfrjáls. Við notum virknikökur til að framkvæma slíkar notendakannanir. Tæknilegar upplýsingar skráðar í notendakönnunum eru sömu upplýsingar og eru skráðar þegar notandi heimsækir vefsvæðið (sjá hér að ofan). Svör þín við notendakönnuninni verða ekki tengd við persónuupplýsingar þínar eins og IP-töluna þína. 

5. ÞJÓNUSTA ÞRIÐJU AÐILA EÐA EFNI Á VEFSVÆÐI OKKAR

Við notum þjónustu þriðju aðila og/eða efni á vefsvæði okkar. Þegar þú notar slíka þjónustu þriðju aðila, eða þegar efni frá þriðja aðila birtist, eru samskiptaupplýsingar sendar á milli þín og þjónustuaðilans sem um ræðir af tæknilegum ástæðum. FRANKE hefur hvorki stjórn á vefsvæðum undir stjórn þriðju aðila né verklagi þeirra við persónuvernd á slíkum vefsvæðum. Verklag við persónuvernd á vefsvæði þriðju aðila er hugsanlega annað en hjá FRANKE, þannig að við getum ekki mælt með né verið í fyrirsvari fyrir vefsvæði þriðju aðila. Kynntu þér persónuverndarstefnur slíkra vefsvæða áður en persónuupplýsingar eru sendar til þeirra.

Viðkomandi þjónustu- eða efnisveitandi vinnur hugsanlega einnig úr upplýsingunum þínum í eigin tilgangi. Samkvæmt okkar bestu vitund höfum við grunnstillt þjónustu og efni frá þjónustuaðilum sem vitað er að vinni úr upplýsingum í eigin tilgangi á þann hátt að annað hvort er lokað fyrir öll samskipti sem hafa annan tilgang en að kynna þjónustu eða efni þeirra á vefsvæði okkar, eða þá að samskipti eiga sér einungis stað ef þú hefur ákveðið að nota þjónustuna sem um ræðir. Við höfum hins vegar enga stjórn á upplýsingum sem er safnað saman og unnið úr af þriðju aðilum og við erum ekki í aðstöðu til að veita bindandi upplýsingar varðandi umfang og tilgang slíkrar úrvinnslu á upplýsingunum þínum.

a)    Tenglar á vefsvæðinu:

Hugsanlega eru tenglar á vefsvæðinu okkar til og frá vefsvæðum samstarfsaðila, umboðsaðila, dótturfyrirtækja eða annarra þriðju aðila. Þegar smellt er á slíka tengla er sjálfkrafa farið af vefsvæði FRANKE. FRANKE hefur hvorki stjórn á vefsvæðum undir stjórn þriðju aðila né verklagi þeirra við persónuvernd á slíkum vefsvæðum. Verklag við persónuvernd á vefsvæði þriðju aðila er hugsanlega annað en hjá FRANKE, þannig að við getum ekki mælt með né verið í fyrirsvari fyrir vefsvæði þriðju aðila. Kynntu þér persónuverndarstefnur slíkra vefsvæða áður en persónuupplýsingar eru sendar til þeirra.

b)    Viðbætur samfélagsmiðla:

FRANKE notar svokallaðar viðbætur samfélagsmiðla („hnappa“) frá samfélagsmiðlum eins og Facebook, Google+, LinkedIn og Twitter. Þegar þú heimsækir vefsvæðið okkar er sjálfkrafa slökkt á slíkum hnöppum, þ.e. ef þú breytir ekki stillingunum senda þeir ekki gögn af neinu tagi til samfélagsmiðlana sem um ræðir. Þú verður fyrst að smella á hnappana og gera þá virka áður en þú getur notað þá. Þeir verða áfram virkir þar til þú slekkur á þeim aftur eða eyðir kökunum hjá þér (sjá hlutann um „kökur“).

Þegar hnapparnir eru virkir er komið á beinum tengli við þjón samfélagsmiðilsins sem um ræðir. Innihald hnappsins er síðan sent frá samfélagsmiðlinum beint í vafrann sem þú notar og fellt inn í vefsvæðið með hnappinum. Þegar hnappur er gerður virkur getur samfélagsmiðillinn sótt upplýsingar, óháð því hvort þú notar hnappinn eða ekki. Ef þú ert skráð(ur) inn á samfélagsmiðil getur miðillinn skráð heimsókn þína á vefsvæðið á notendareikninginn þinn. Samfélagsmiðill getur ekki skráð heimsókn á önnur vefsvæði FRANKE nema og þar til þú virkjar einnig viðeigandi hnappa á þeim vefsvæðum.

Ef þú notar samfélagsmiðla en vilt ekki að þeir tvinni saman upplýsingar um heimsókn þína á vefsvæðið okkar og notendaupplýsingar þínar, verður þú að skrá þig út úr samfélagsmiðlinum sem um ræðir áður en þú virkjar hnappana.

Við höfum enga stjórn á umfangi upplýsinga sem samfélagsmiðlar sækja með hnöppum sínum. Stefnur viðkomandi samfélagsmiðla um upplýsinganotkun veita upplýsingar um tilgang og umfang upplýsinganna sem þeir safna, hvernig unnið er úr slíkum upplýsingum og hvernig þær eru notaðar sem og réttindi þín og stillingarnar sem þú getur notað til að tryggja öryggi persónuupplýsinga þinna.

Frekari upplýsingar um umfang og tilgang slíkrar söfnunar og úrvinnslu á upplýsingunum þínum er að finna í tilkynningum um persónuvernd hjá þjónustuaðilunum sem við heimilum að bjóða þjónustu og/eða efni á vefsvæðinu okkar og eru ábyrgir fyrir verndun upplýsinga þinna í þessu samhengi.

6. ÞRIÐJU ÚRVINNSLUAÐILAR

Við afhendum ekki persónuupplýsingar af neinum toga til þriðju aðila nema slíkt sé nauðsynlegt til að uppfylla samningsákvæði, það sé leyfilegt samkvæmt gildandi lögum eða þú hefur veitt samþykki þitt fyrir slíku. Að þessu sögðu mun FRANKE hugsanlega gera samninga við önnur fyrirtæki eða einstaklinga („úrvinnsluaðila“) til að vinna tiltekna vinnu fyrir okkar hönd. Við slíkar aðstæður verðum við hugsanlega að veita úrvinnsluaðilunum aðgang að persónuupplýsingum. Úrvinnsluaðilar okkar skuldbinda sig til að halda persónuupplýsingum leyndum og þeim er bannað að nota upplýsingarnar í öðrum tilgangi en tilgangi sem FRANKE skilgreinir. Dæmi um vinnu sem úrvinnsluaðilar inna af hendi eru meðal annars samstarfsaðilar eða undirverktakar í tæknilegri-, greiðslu- og afhendingarþjónustu, aðilar sem aðstoða við að draga úr greiðslufallsáhættu eða verjast svikum, vefgreiningaraðilar, leitarþjónustuveitur eða úrvinnsluaðilar innan samstæðu. Slíkir aðilar fá eingöngu aðgang að persónuupplýsingum sem eru nauðsynlegar til að framkvæma aðgerðirnar sem um ræðir. Slíkum úrvinnsluaðilum er sérstaklega bannað að vinna úr eða nota persónuupplýsingarnar þínar í öðrum tilgangi.

Við grípum til viðeigandi ráðstafana, samkvæmt samningi eða á annan hátt, til að vernda á fullnægjandi hátt persónuupplýsingar þínar sem birtar eru úrvinnsluaðilum okkar og tryggja að úrvinnsluaðilar okkar hafi fullnægjandi laga-, skipulags- og tækniferli til staðar til að vernda persónuupplýsingar samkvæmt gildandi lögum um gagnavernd. 

7. ÖRYGGI

FRANKE er alþjóðlegt fyrirtæki með lögaðila, viðskiptaferli, stjórnunarfyrirkomulag og tæknikerfi sem ná þvert yfir landamæri. Þar af leiðandi er verklag okkar varðandi persónuvernd hannað til að vernda persónuupplýsingar þínar um víða veröld. Stefna FRANKE er að veita eingöngu viðurkenndum starfsmönnum, fulltrúum, verktökum, fyrirtækjum og úrvinnsluaðilum aðgang að persónuupplýsingum sem FRANKE telur hafa lögmæta ástæðu til að fá vitneskju um, eða fá aðgang að slíkum upplýsingum, til að geta innt störf sín af hendi. FRANKE notar tæknilegar- og skipulagslegar öryggisráðstafanir til að vernda upplýsingarnar sem þú lætur í té og er undir okkar stjórn fyrir misnotkun, tapi, eyðingu og aðgangi þriðju aðila. Öryggisráðstafanir okkar eru stöðugt uppfærðar í samræmi við tækniþróun.

Þegar við höfum látið þér í ték (eða þú hefur valið) aðgangsorð sem veitir þér aðgang að tilteknum hlutum vefsvæðisins okkar, berð þú ábyrgð á að enginn annar aðili komist yfir þetta aðgangsorð. Við biðjum þig að deila aðgangsorðinu ekki með öðrum.

8. VARÐVEISLA GAGNA

Almennu reglurnar hér á eftir gilda um geymslutíma nema við tilgreindum tiltekinn geymslutíma hér á undan:

Upplýsingunum þínum verður eytt um leið og þeirra er ekki þörf í ætluðum tilgangi, ef þú afturkallar leyfi þitt eða andmælir notkun á grundvelli lögmætra hagmuna þinna og við höfum enga lögmæta hagsmuni sem eru þeim yfirsterkari. Við tilteknar aðstæður mun lengri geymslutími eiga við, ef þess er krafist samkvæmt lögum (t.d. samkvæmt skattalögum eða verslunarrétti), eða þegar upplýsingar eru nauðsynlegar til staðfestingar, sóknar eða varnar á réttarkröfum. 

9. RÉTTINDI ÞÍN OG SAMSKIPTAUPPLÝSINGAR

Samkvæmt almennu persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins, eða öðrum gildandi lögum sem eiga við um þig, kanntu að eiga rétt á að nýta einhver eða öll eftirfarandi réttindi:

1. Krefjast (i) upplýsinga um hvort persónuupplýsingum þínum sé haldið eftir og (ii) fá aðgang að og/eða fá afrit af persónuupplýsingum þínum sem er haldið eftir, þ.m.t. ástæður fyrir úrvinnslunni, vitneskju um flokka persónuupplýsinganna sem um ræðir og viðtakendur upplýsinganna auk hugsanlegs geymslutíma;

2. Krefjast þess að persónuupplýsingar þínar séu lagfærðar, þeim eytt eða séu takmarkaðar, t.d. vegna þess að (i) þær eru ófullnægjandi eða ónákvæmar, (ii) þeirra er ekki lengur þörf fyrir þann tilgang sem þeim var safnað saman eða (iii) samþykkið sem úrvinnslan byggðist á hefur verið afturkallað;

3. Neita að láta í té og dregið tilbaka, án þess að slíkt hafi áhrif á gagnavinnsluaðgerðir sem áttu sér stað fyrir slíka afþökkun, samþykki fyrir úrvinnslu á persónuupplýsingum þínum hvenær sem er;

4. Hefja málsókn vegna hugsanlegra brota á réttindum þínum varðandi úrvinnslu á persónuupplýsingum þínum, auk þess að leggja fram kvartanir fyrir lögbærum gagnaverndaryfirvöldum;

5. Krefjast þess að (i) fá sendar persónuupplýsingar er varða þig, sem þú hefur sent okkur, á skipulegu, algengu, tölvulesanlegu sniði og (ii) rétt á að senda þessar upplýsingar til annars ábyrgðaraðila gagna, án þess að við hindrum slíkt; þar sem slíku er tæknilega við komið hefur þú rétt á að fá persónuupplýsingarnar sendar beint frá okkur til annars ábyrgðaraðila.

Andmælaréttur:

Þú hefur hugsanlega rétt á að andmæla úrvinnslu persónuupplýsinga er varða þig af ástæðum sem tengjast sérstökum aðstæðum þínum. Veittu okkur upplýsingar um sérstakar aðstæður þínar, ef slíkt á við. Eftir að við höfum metið staðreyndirnar sem þú lagðir fram munum við annað hvort hætta úrvinnslu á persónuupplýsingum þínum eða leggja fram sannfærandi og lögbundnar ástæður til að halda úrvinnslunni áfram.

 

Við áskiljum okkur rétt til að uppfæra og breyta þessari persónuverndarstefnu af og til í samræmi við hvers konar breytingar á því hvernig við notum persónuupplýsingar þínar, eða í samræmi við breytingar á lagaskilyrðum. Við munum birta uppfærða persónuverndarstefnu á vefsvæði okkar ef og þegar slíkar breytingar eiga sér stað.

Ef þú vilt koma á framfæri fyrirspurn eða kvörtun varðandi hvernig við framfylgjum þessari persónuverndarstefnu, eða ef þú vilt neyta réttinda þinna eins og lýst er hér á undan, skaltu hafa samband við okkur á eftirfarandi hátt:

Viðkomandi Franke fyrirtæki sem birt er í útgáfuupplýsingum vefsvæðisins, smelltu hér.

VIÐT.: Samræmingaraðili gagnaverndar

 

eða með tölvupósti til: placeholder_imprint_email

 

Maí 2018